Au Pied de Cohbon

Við Rætur Svínsis á íslensku, er veitingastaður og brugghús í hjarta Parísar. Efþú ert að leita þér að máltíð í París um miðja nótt á aðfangadag, þá er Au Pied de Cohbon staðurinn fyrir þig, en hann var fyrsti veitingastaðurinn í París til að bjóða upp á þjónustu allan sólarhringinn. Staðurinn opnaði árið 1947, rétt eftir stríðið. Veitingastaðurinn er innréttaður með rauðum dúkum og fallegum ljósakrónum.

Café Charlot

Kaffihús og veitingastaður staðsett nálægt elsta markaði í París, en markaðurinn er frá 16. öldinni. Kaffihúsið lífgar upp á hefðbundu kaffihúsastemninguna í París með gamaldags andrúmslofti og stemningu.

Le Grand Café Capucines

Veitingastaður og kaffihús sem var stofnað árið 1875 og er opið allan sólarhringinn. Matseðillinn þeirra er fullur af hefðbundum frönskum mat, eins og ostrum og sniglum. innréttingin lítur út eins og eitthvað sem maður myndi sjá í mafíósa mynd.

Le Jules Verne

Fínn veitingastaður í Eiffel turninum. Þú gengur inn á suðurhliðinni og færð einka lyftuferð upp á aðra hæð turnsins, eða um 125 metra upp í loftið. Aðeins um 120 sæti eru á veitingastaðnum og því verður maður að panta sæti margar vikur fram í tímann, sérstaklega ef maður ætlar sér að sitja við glugga. Staðurinn er Michelin verðlaunaður, sem kemur ekki á óvart, og þú getur rýnt inn í eldhús veitingastaðarsins og séð kokkana matreiða matinn þinn með ástríðu. Sex rétta máltíð á staðnum samanstendur af úrvals hráefnum af frönskum hefðum, til dæmis; humar, foie gras, kavíar og súkkulaði soufflé.

Le Bon Georges

Klassískur franskur veitingastaður í hjarta Parísar. Velgengni staðsins mætti rekja til þess hve vandlega staðurinn velur hráefnin sín, en kokkurinn Duval-Arnould tekur nautakjöts málum mjög alvarlega. Staðurinn eldar ekki steikurnar sínar yfir “rare”, sem þýðir að þú ættir ekki að búast við “medium-rare” steik þar. Ef þú ert viðkvæm/ur fyrir rauðu kjöti getur þú pantað þér lamb eða svín í staðinn.