Mikil þensla í veitingageiranum hefur haft gríðarleg áhrif á veitingastaði í Reykjavík, en hellingur af veitingastöðum hafa lagt niður starfsemi í ár.

Í samtali við Vísi sagði Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, að þetta virtist vera gangurinn í veitingageiranum. Þá sagði hann einnig að sumir veitingastaðir gengu bara á sölum og kaupum, að sumir staðir væru seldir oftar en aðrir. Bætti hann svo við að ástandið virtist vera þyngra í dag.

Óskar segir að árið í heild sinni hafi ekki verið svo slæmt, en að ástandið fari ekki batnandi því nú er hljóðið í veitingamönnum orðið enn þyngra. Hann bendir svo á að það séu tugir veitingastaða frá Laugavegi og niður að torgi.

Mikil breyting hefur orðið á ferðamannastraumi til Íslands á undanförnum árum, en Óskar heldur að Ísland sé eina landið í sögunni til að hafa fimm ár í röð séð 30% fjölgun ferðamanna. Þó að fjölgunin í ár sé ekki eins mikil, fari þeim ekki fækkandi.

Óskar vonar að fólk nái að halda höndum og fari ekki fram úr sér.

Meðal staðanna sem hafa lagt niður starfsemi eru:

Argentína var skrautlega innréttaður með múrsteinum og bauð upp á mat í argentískum stíl.

Holt var veitingastaður Hótel Holts. Hann var fallega skreyttur með málverkum og bauð upp á góðan, fjölbreyttan mat. Hótel Holt vinnur um þessar mundir í því að opna nýjan og betri veitingastað.

LOF átti ekki langa lífstíð en staðurinn opnaði í lok apríl 2018. Staðurinn var í spænskum stíl og bauð upp á spænskar veitingar.

Nora starfaði frá árinu 2013 fram til ágúst 2018. Staðurinn bauð upp veitingar eins og hamborgara, samlokur, fisk, grænmetisrétti og fleira. Nora var innréttaður í bláum og rauðum litum.

Laundromat var kaffihús og þvottahús, en einnig bar og veitingastaður. Staðurinn naut sérstakra vinsælda á meðal “hipstera” Reykjavíkur.