Gló

Gló er staður sem býður upp á hollan, lífrænan mat. Gló á uppruna sinn í Laugardalnum, en þar opnaði fyrsti staðurinn. Í dag er Gló á nokkrum stöðum í borgnni; í Fákafeni, á Laugavegi og í Kópavogi. Eigandi og stofnandi Gló er Sólveig Eiriksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur notið vinsælda fyrir matreiðslu sína í lífrænum flokki og framleiðslu á lífrænum vörum.

Rossopomodoro

Ítölsk pizzustaðakeðja með höfuðstöðvar í Napólí á suður Ítalíu. Rossopomodoro var stofnað af Franco Manna árið 1997. Í dag er keðjan með 103 staði í Evrópu, Ameríku, og Afríku. Staðurinn á Laugavegi er sá fyrsti sem opnað hefur á norðurlöndunum.

Prikið

Tæknilega séð er Prikið í Bankastræti, en verðskuldar samt sinn stað á þessum lista. Prikið er veitingastaður, kaffihús, bar og næturklúbbur, sem gerir staðinn vinsælan meðal margra hópa. Rapparinn Blaz Roca, eða Erpur, nefnir Prikið oft í lögunum sínum og myndi Prikið flokkast sem heimavöllur rapparans. Prikið er almennt vinsæll staður meðal íslenskra rappara. Prikið er með fjölbreyttan matseðil og býður meðal annars upp á ljúffenga hamborgara.

Chuck Norris Grill

Því miður, þá er Chuck Norris Grill ekki í eigu Norris… í það minnsta ekki á blaði. Chuck Norris Grill var stofnað árið 2014 og hefur starfað síðan þá. Matuinn á Chuck Norris er í hefðbundnum bandarískum stíl og á matseðlinum má meðal annars finna hamborgara, samlokur, kjúklingaborgara og vængi.

Le Bistro

Le Bistro er veitingastaður í frönskum stíl. Innrétting staðarins dregur fram rólegt, gamaldags andrúmsloft. Á matseðlinum má finna hefðbundna franska rétti, eins og snigla, ostrur og aðra góða rétti.

Ban Thai

Tælenskur veitingastaður staðsettur ofarlega á Laugaveginum, rétt ofan við Hlemm. Ban Thai býður upp á hefðbundinn tælenskan mat. Saðurinn hefur hlotið veðlaun fyrir að vera besti tælenski veitingastaðurinn á Íslandi níu ár í röð. Nokkrar Hollywood stjörnur hafa borðað þar, til dæmis Emma Watson, Eva Mendes og fleiri.