Staða spilavíta á Íslandi

Á Íslandi eru fjárhættuspil bönnuð, fyrir utan spilakassa sem senda ágóða til góðgerðamála. Staðan í dag er þannig að það lítur ekki út fyrir að banninu verði aflétt á næstunni. Hinsvegar er (enn sem komið er) ekkert sem bannar þér að spila fjárhættuspil á netinu og það er meira að segja orðið frekar vinsæll kostur á Íslandi. Á netinu eru líka miklu fleiri spil en bara spilakassar. Þú getur líka spilað í snjalltækjum á ferðinni, en það eru til öpp eins og Spin Palace Premium Casino app sem eru ekki bara með spilakassa, heldur líka blackjack, póker og þess háttar.

Bellagio

Bellagio er risastór höll í Las Vegas, Bandaríkjunum sem inniheldur hótel, 14 veitingastaði, nokkrar verslanir og spilavíti. Frægi gosbrunnurinn í Las Vegas tilheyrir einnig Bellagio. Hótelið var opnað þann 15. október 1998. Spilasvæði Bellagio nær yfir 10.000 fermetra og margir atvinnuspilarar kalla Ballagio heimavöllinn sinn. Vopnað rán átti sér stað í Bellagio árið 2010, en þá rændi maður í mótorhjólahjálmi spilavítið um eina og hálfa milljón dollara. Maðurinn var fundinn sekur um verknaðinn tæpu ári seinna.

Grand Lisboa Casino

Þetta spilavíti er það stærsta í Macau, Kína. Byggingin er sú hæsta í borginni og þykir sérstaklega flott. Neðst er stór kúla og þar er spilavítið. Fyrir ofan kúluna rís upp geysilega há bygging og teygir sig út eins og blóm, þar eru hótelherbergin. Spilavítið og veitingastaðirnir opnuðu í ársbyrjun 2007, en hótelið opnaði ekki fyrr en tæpum tveim árum seinna, í árslok 2008.

Monte Carlo Casino

Monte Carlo spilavítið var stofnað á miðri 19. öld og átti prinsessan Caroline hugmyndina af því. Á þessum tíma þótti ekki góð hugmynd að stofna spilavíti í Mónakó sökum skorts á vegum til nærliggjandi byggða. Því gekk rekstur spilavítisins ekki mjög vel til að byrja með og var spilavítið oft flutt milli húsnæða. Árið 1878, eftir að viðskipamaðurinn François Blanc hafði tekið við rekstrinum, var byggt húsnæði þar sem spilavítið stendur enn í dag.