Þessa dagana eru snjalltæki út um allt. Snjalltæki (en. smart device) er tæki sem tengir sig við önnur tæki í gegnum Bluetooth eða Wi-fi. Svona tenging gerir þér kleift að stjórna eldhúsinu þínu með til dæmis snjallsímanum eða spjaldtölvunni þinni. Þú getur jafnvel tengt fleiri en eitt tæki í einu.

Áður en þú veist af geta eldhús sennilega verið búin að elda morgunmatinn fyrir þig áður en þú vaknar!

hér eru nokkur dæmi um snjalltæki í eldhúsið þitt.

Innkaup:

Með komu internetsins hafa innkaupin stórbreyst. Fólk verslar gjarnan heim í matinn á internetinu með hjálp stórfyrirtækja eins og Amazon, sem er leiðandi í sínum geira.

Amazon Dash er tækni sem hjálpar þér að panta matinn með annarsvegar Dash tökkum, og hinsvegar Dash sprota.

Dash takkar (en. Dash Buttons) eru takkar sem þú getur límt víðsvegar um eldhúsið þitt. Er uppáhalds hráefnið að klárast? Ekkert mál, þú ýtir bara á takkann til að panta meira, þetta er virkilegra ekki flóknara en það.

Dash sprotinn (en. Dash Wand) er það nýjasta í Dash tækni, en það er sproti sem þú getur notað til að skanna vörurnar sem þig vantar heima. Sprotinn pantar svo fyrir þig í gegnum Amazon. Alexa er innbyggð í sprotann, en það er gervigreind sem þú getur talað við.

Mælitæki:

í dag eru til allskyns tæki sem mæla og senda í snjalltækið þitt upplýsingar um ástandið í eldhúsinu þínu.

Kepler er snjallt mælitæki sem getur sent þér stafrænar upplýsingar um gas og kolmónoxíð magn í húsinu.

Kepler er hentugt öryggistæki fyrir heimili sem nota gas við eldun og/eða kyndingu.

Þetta tæki er hannað til að mæla ástandið undir vaskinum og vatnsflæði í húsinu með hjálp stafrænna reiknirita.

Hydropoint 360 mælir fremur nákvæmlega hve mikið magn af vatni heimilið notar og varar þig við yfirvofandi vandamálum eins og leka og stíflur.

Vonandi hefur þú fengið hugdettur um framtíð eldhússins þíns!