White Castle

Sögu skyndibitastaða má rekja til hamborgarastaðsins White Castle í Bandaríkjunum, þó það megi kannski þræta um það. White Castle varð fyrsta hamborgarakeðja heimsins árið 1921 og fékk verðlaun árið 2014 frá Time tímaritinu sem áhrifamesti hamborgarastaður heimsins. í dag er White Castle enn vinæll skyndibiti í Bandaríkjunum og er með fullt af stöðum í mið-vestur hluta, og austur hluta Bandaríkjanna.

Eftir síðari heimstyrjöldina

Stuttu eftir að seinni heimstyrjöldin hófst, árið 1940, opnaði hamborgarastaðurinn McDonald’s sinn fyrsta stað í Illinois, Bandaríkjunum. Hamborgarastaðurinn var stofnaður af McDonald fjölskyldunni. Árið 1954 tók viðskiptamaðurinn Ray Kroc við keðjunni og stækkaði hún ört eftir það.

Árið 1951, stuttu eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk, opnaði kjúklingakeðjan KFC, eða Kentucky Fried Chicken, sinn fyrsta stað. Furðulegt nokk þá opnaði keðjan fyrst í Utah fylki, ekki Kentucky. Ofursti Harland Sanders hóf keðjuna og andlitsmynd af honum er notuð sem merki þessarar frægu skyndibitakeðju. KFC er með staði um allan hnöttinn og þar er Ísland engin undantekning.

Stærstu skyndibitakeðjur nútímans

Í dag er stærsti skyndibitastaður heims Subway, sem er með 44.229 staðsetningar víðsvegar um heiminn, þar af 23 staðsetningar á Íslandi.

Þar á eftir kemur McDonald’s með 36,900 staðsetningar í heiminum. McDonald’s keðjan var með staði á Íslandi frá árinu 1994 fram að 2009. Eftir það opnaði staðurinn Metro sem svipaði til McDonald’s og var með sérstakt leyfi til þess. Metro hefur ekki notið eins mikilla vinsælda og búist var við.

Í þriðja sæti yfir stærstu skyndibitakeðjur heimsins kemur kaffihúsið Starbucks. Starbucks opnaði fyrst árið 1971 í Seattle, Washington fylki í Bandaríkjunum. Keðjan er með 25,085 staðsetningar í heiminum en engin þeirra er á Íslandi.