Fyrirtækið Agricool í París hefur byrjað að rækta jarðarber allt árið um kring í sérútbúnum gámum, þökk sé marglituðum LED ljósum.

Kveikt og slökkt er á LED ljósunum á viðeigandi tímum til að líkja eftir degi og nóttu.

Stofnendur fyrirtækisins segjast hafa komist að því hvaða ljós, rakastig og næring henti best við ræktun jarðaberja í fjórum loftþéttum gámum sem eru staðsettir víða um höfuðborg Frakklands.

Jarðaberin eru ræktuð lóðrétt í gámunum þannig að uppskeran á hvern fermeter er töluvert meiri heldur en ef um akur væri að ræða.

Agricool segir að þegar jarðarber eru ræktuð við sölustaðinn komist þeir framhjá vandamálum sem hefðbundir ræktendur hafa. Hefðbundin jarðarberjaræktun tínir berin þegar þau eru ekki fullþroska, svo þroskast berin í flutningum sem eru oftast hundruðir kílómetrar, eða um 1500 kílómetrar að meðaltali. Þegar jarðarberin enda loks hjá neytendum eru þau ekki í sama gæðaflokki og þau gætu mögulega verið.

Þá segir Agricool að með því að búa til viðeigandi aðstöður geti þau ræktað ávexti og grænmeti. Þau tíni berin þegar þau eru nægilega þroskuð og að það virki því þau eru seld á staðnum samdægurs. Þar af leiðandi fá neytendur eins fersk ber og kostur er, án rotvarnarefna og skordýraeiturs.

Jarðarberin þeirra seljast á helmingi hærra verði en hefðbundin jarðarber. Fourdinier segir að jarðarberin frá Agricool innihaldi allt að 10 sinnum meira c-vítamín en jarðarber frá hefðbunum ræktendum.

Mikið hefur verið rætt um lóðréttar ræktanir undanfarið. Ef þú ert aðdáandi ræktunnar eða lesandi Lifandi Vísinda þá hefur þú sennilega séð mynd af skýjaklúfrum sem eru svo framtíðarlegir að halda mætti að þeir væru af annarri plánetu. Einn svona turn sem tekur um einn akur af plássi eða svo, gæti framleitt tugfalt meiri uppskeru en hefðbundinn akur. Engin hætta myndi stafa af pöddum og viðbjóði þannig að skordýraeitur yrði óþarft. Líklegt er að þessir turnar verði reistir víða í framtíðinni.

Svakalegt jarðarberjaæði var hérlendis þegar Costco opnaði, en það voru innflutt ber.