Oft á tíðum festist vatnsblettur eða eitthvað í fínu eldhúsinnréttingunni manns. Það getur verið erfiðara en maður heldur að ná þessum blettum úr. Hinsvegar erum við búin að safna saman nokkrum ráðum sem gætu auðveldað þér fyrir næst þegar þú rekst á slíkan blett í eldhúsinu þínu.

Að ná vatnsblettum úr viði

Það er fátt leiðinlegra en að sjá vatnsblett í fína eldhúsborðinu þínu. Við höfum fundið nokkrar góðar aðferðir til að ná þeim úr. Við ætlum þó að leyfa ykkur að komast að því hver þeirra virkar best.

Blandaðu saman einni matarskeið af matarsóda við eina teskeið af vatni, passaðu að nota ekki of mikið vatn. Nuddaðu blöndunni utan í vatnsblettinn þangað til hann er úr sögunni.

Smyrðu vaselíni yfir blettinn og láttu liggja yfir eina nótt. Daginn eftir ættir þú að geta þurrkað blettinn af eins og ekkert væri.

Blandaðu 50% edik og 50% ólífuolíu saman og smyrðu blettinn þangað til hann kemur úr. Þú getur líka náð vatnsblettum úr leðri með því að dýfa svampi ofan í hvítt edik og nuddað úr. Edik virkar líka vel á blóðbletti.

Erfiðir blettir í innréttingum

Stundum duga hreinlætisefnin ekki þegar á að ná erfiðum blettum úr innréttingum. Hér eru tvær aðferðir sem gætu kannski hjálpað. Allt sem þarf í þessar aðferðir má finna á flestum heimilum.

Vissir þú að þú gætir notað kók til að þrífa? Kók inniheldur sýru sem virkar vel á erfiða bletti. Helltu smá kóki yfir blettinn og skrúbbaðu vel.

Á flestum heimilum eru til leysiefni eins og málningaþynnir, naglalakkaeyðir og þess háttar. Ef þú ert að kljást við blett frá helvíti getur verið eina lausnin að nota þessi efni. settu nokkra dropa á blettinn og leyfðu efninu að éta sig inn í blettinn í smá stund áður en þú þurrkar. Athugaðu fyrst hvort efnið sem þú hyggist nota sé öruggt fyrir inrréttinguna þína.

Geysirbistrobar.is tekur enga ábyrgð á skemmdum innréttingum.