Asía er þekkt fyrir fjölbreytileika þegar kemur að matargerð. Margir réttir þaðan eru mjög góðir en aðrir teljast fremur ógeðfelldir á meðal íbúa vestræna heimsins. Þá má til dæmis nefna pöddu og hundaát. Undanfarið hefur Kína hvatt íbúa sína til að draga úr hundaáti, sem þykir nokkuð jákvætt. Árið 2017 setti Taiwan bann við öllu hunda- og kattaáti.

Hér eru nokkrir “öðruvísi” Asískir veitingastaðir, sumir þeirra eru svakalega furðulegir.

Nyotaimori

Þessi veitingastaður er staðsettur í Tokyo, Japan, og býður gestum upp á sushi, sem er allt í lagi svo sem. Hinsvegar þykir undarlegt að þessi veitingastaður beri aðeins fram mat á nöktum konum, en nafn veitingastaðarins þýðir bókstaflega “kvennlíkamadiskur”. Talið er að þessi hefð, að nota naktar manneskjur sem diska, eigi rætur sínar að rekja til samúraí-tímabilsins.

Bugs Café

Pöddu Kaffihúsið í Kambódíu er orðinn vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna. Markmið staðarins er að sýna heiminum að pöddur bragðist ágætlega. Markmiðið virðist vera að virka hjá þeim, en staðurinn er með 4,5 sjörnur á TripAdvisor og ummælin þar eru flest jákvæð í garð réttanna. Meðal máltíðanna sem þú getur fengið þér á Bugs Café eru sporðdrekasalat, kóngulóakebab, djúpsteiktar tarantúlur, og kakkalakkar.

Taipei Ximending

Fremur undarlegur veitingastaður í Taipei, Taiwan. Á íslensku heitir staðurinn “Nútíma Klósett”. Staðurinn er settur upp þannig að gestir veitingastaðarins sitja á klósettum við borð sem er smíðað úr baðkari. Gestir drekka úr litlum hlandskálum í stað glasa og nota klósettpappír í stað servétta. Í eftirrétt geta gestir, sem dæmi, fengið sér súkkulaði ís sem er borinn fram í litlu klósetti.

Birds Nest

Eða fuglahreiður á íslensku, er skemmtileg tilbreyting frá mennskum diskum, pöddum og kúk. Þessi staður þjónar gestum sem sitja fimm metra uppi í trjám í stórum fuglahreiðrum. Þjónarnir bera fram matinn með rennivír (en. zip line), en þeir renna sér milli hreiðra á þessum línum.