Félagið Kaffi Nora ehf., sem sá um veitingahúsið Nora Magasin, er orðið gjaldþrota og skiptafundur þess fer fyrirhugað fram þann 30. nóvermber 2018.

Staðnum var lokað í byrjun ágúst 2018. Einn eigandanna sagði í samtali við Vísi að að lokunin væri meðal annars til komin út af erfiðum vetri og rigningalegu sumri.

Nora Magasin var bar og veitingastaður sem opnaði fyrst við Austurvöll árið 2013. Síðan þá hafa eigendaskipti átt sér stað, en hefur staðurinn líka verið tekinn allur í gegn. Veitingastaðurinn náði að starfa í fimm ár frá opnun hans.

Á matseðli Nora Magasin mátti finna fisk, kjúklingavængi, hamborgara, samlokur, og fleira. Staðurinn bauð líka upp á áfenga drykki eins og kokteila. Miðað við umsagnir viðskiptavina vantaði upp á þjónustu og oft var mikil bið eftir matnum, jafnvel 20 mínútna bið eftir einum bjór.

Einn eigenda Nora Magasin, Jón Ragnar Jónsson, segir í samtali við fréttastofu Vísis að breyttur ferðamannaiðnaður og grátt sumar hafi ekki hjálpað til við að halda staðnum á floti. Þá segir hann að þú gætir spyrt hvaða veitingamann sem er, að það höfðu allir fundið fyrir þessu.

Miklar framkvæmdir áttu sér stað eftir að staðnum var lokað. Markmiðið með þeim var að endurbæta húsnæðið, en það var ekki í sínu besta ásigkomulagi þegar framkvæmdirnar hófust.

Eigandi segir að það sé mjög dýrt að gera við hús sem eru komin á þennan aldur. Framkvæmdirnar hafi farið fram yfir áætlaðan tíma og verið mun dýrari en gert var ráð fyrir.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp um gjaldþrot Kaffi Nora ehf. þann 19. september 2018. Fólk er hvatt til að hafa samband við Lögfræðistofu Reykjavíkur ætli það að gera tilkall til skulda eða annarra réttinda hvað varðar Kaffi Nora ehf.

Ekki hefur enn verið komist að niðurstöðu um framtíð húsnæðisins sem hýsti veitingastaðinn, en viðræður eru þó sagðar hafa átt sér stað.