Margir kokkar eiga sér leynihráefni sem þeir nota til að ríkja upp bragðið af réttum sínum. Þú hefur kannski prófað að endurgera rétt sem þú hefur fengið á veitingastað en síðan fundist eitthvað vanta við bragðið, sennilega hefur það verið leynihráefni kokksins sem vantaði.

Kokkurinn Jordi Bross sagði að leynihráefni hans væri soð, en hann eldar aldrei neitt án þess að hafa soð. Þá segir hann að allir ættu að hafa soð í eldhúsum sínum. Soð telst vera nauðsyn til að ná ákveðnu bragði í sumum réttum. Síðan bætir Jordi við að soð sé grunn-hráefnið í fjölbreyttum sósum, gljáum, og í góðum slatta af öðrum uppskriftum. Margir kokkar eru sammála Bross.

Natt Sioni, annar kokkur, segir að leynihráefnið hans sé mónónatrín glútamat, betur þekkt sem MSG. mónónatrín glútamat er mjög algengt í austurlenskum mat. MSG hefur áhrif á fimmta bragðskynið, sem kallast umami.

Natt segir mónónatrín glútamat ekki eiga skilið slæma orðsporið sitt og að skaðsemi MSG sé mýta. Allt frá 70. áratugnum hefur fólk talað um skaðsemi mónónatrín glútamat, en sumir telja að efnið geti valdið hausverkjum og asthma. MSG er flokkað sem öruggt bragðefni af FDA, matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna.

Öll þessi hráefni komu fram á lista á Quora.com þar sem kokkar svöruðu spurningunni “hvert er leynihráefnið þitt?”

Á síðunni nefndi fólk líka edik, soyasósu, sykur og fiskisósu.

Samkvæmt heimiliskokkinum og mataráhugakonunni Chelsea Westmoreland, er edik yfirleitt það sem vantar þegar þér finnst eitthvað vanta og salt virkar ekki. Hún skrifar að það sé ekki bragðið af salti sem vantar, heldur vantar sýrukennt bragð.

Majónes bætir við súru, sýrðu, og sætu bragði ásamt því að bæta við mjúkri áferð, segir kokkurinn Ralph Oei. Þetta gerir majónes án þess að það standi of mikið út, bætir hann við.

Oft þarf ekki mikið meira en smá dass eitthverra þessara hráefna til að lífga upp á réttinn þinn.