Ekki er mikið um alvöru spilavíti hérlendis en hinsvegar er til heill hellingur af spilakössum. Margir barir á Íslandi hafa spilasal og hér eru nokkrir þeirra.

Big Yellow Taxi

Big Yellow Taxi, oft kallaður Benzinn, er sportbar á Grensásvegi með veitingaþjónustu. Á barnum eru helstu drykkirnir fáanlegir. Hægt er að spila billiard á Big Yellow Taxi, en þar má finna þrjú billiardborð. Veitingarnar svipa til þess sem má finna í flestum grill-sjoppum; hamborgarar, franskar og þess háttar. Big Yellow Taxi er pakkaður af borðum og sætum, sjónvörpum til að horfa á leikinn og þónokkrum spilakössum.

Kringlukráin

Það ætti ekki að koma neinum á óvart, en Kringlukráin er staðsett í Kringlunni. Hún var opnuð árið 1989 og vinsældir hennar hafa vaxið jafnt og þétt síðan þá. Af þessum lista er Kringlukráin líklegast fínasti staðurinn, en þar er líka meðal-flokks veitingastaður. Matseðillinn samanstendur af fjölbreyttum máltíðum eins og pizzum, borgurum, salötum, humri o.s.frv. Eldhúsið lokar nokkrum klukkutímum á undan barnum. Í sérrými við hlið bíóhússins í Kringlunni er spilasalur kráarinnar, þar eru um það bil 20 spilakassar.

Moe’s

Moe’s, hverfisbar Fella og Seljamanna, er staðsettur við hliðina á Krónunni í Seljahverfi. Á Moe’s eru nokkur billiardborð, sófar, spilakassar og góður félagsskapur. Moe’s er fallega skreyttur með fiskabúrum. Hægt er að kaupa veitingar á Moe’s, en þar er grill. Á matseðlinum eru hefðbundar skyndimáltíðir eins og hamborgarar og jalapenjóstangir.

Mónakó

Mónakó er einn elsti bar landsins en hann var opnaður árið 1992. Innréttingin er fallega hönnuð af Arnþóri Margeirssyni og minnir á klassíska gamaldags spilahöll. Nú veit ég ekki hvort Mónakó bjóði upp á veitingar, en ég get lofað þér að þar sé að finna áfengi.

Bónus: Internetið

Íslenskir spilakassar skila ekki miklu og ágóðinn af þeim fara ýmist til björgunarsveita og SÁÁ. Á netinu eru fullt af spilavítasíðum, eins og online-casinos.is, þar eru spilakassar sem þú getur spilað heima hjá þér í sófanum eða á ferðinni.