Kolsýrt vatn

Sumir eiga sér vangaveltur um hvort kolsýrt vatn sé hollt eða óhollt fyrir þig. Fréttamiðillinn The Epoch Times skrifaði áhugaverðan pistil um þetta.

Kolsýrt vatn er vatn sem inniheldur kolsýru undir þrýsting, flóknara er það ekki. Sumir framleiðendur bæta við smá salti til að styrkja bragð vatnsins.

Sýrustig

Kolsýra í vatni framkallar efnahvarf sem hækkar sýrustigið í vatninu. Venjulegt hreint vatn mælist um það bil 7 PH, sem þýðir í stuttu máli að vatn sé hlutlaust á PH skalanum. Kolsýrt vatn mælist gjarnan 3-4 á PH skalanum, sem þýðir að það sé léttsýrt. Til samanburðar mælist kók í dós 2,52 PH og batterísýra 1 PH.

Tennur

Kannanir benda til þess að kolsýrt vatn hafi ekki mikil neikvæð áhrif á tennur skemmir sódavatn tennur, nema það sé viðbættur sykur. Önnur könnun bendir til þess að það sé ekki mikill munur á kolsýrðu vatni og venjulegu vatni þegar kemur að uppeyðslu tanna.

Melting

Kolsýrt vatn gæti haft áhrif á mettu þína. Könnun bendir til þess að kolsýrt vatn geri þig saddari en venjulegt vatn með því að halda mat lengur í maganum þínum. Hinsvegar þarf stærri könnun til að staðfesta þetta.

40 eldriborgarar tóku þátt í tveggja vikna könnun þar sem tekið var í samanburð hóp einstaklinga sem drukku kolsýrt vatn og hóp sem drakk venjulegt vatn. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að virkni í þörmum þeirra sem höfðu drukkið kolsýrt vatn var töluvert meiri en hjá hinum hópnum. Einkennum magastífla fækkaði um 58% á meðal þátttakendum könnunarinnar.

Niðurstaða

Kolsýrt vatn hefur raunverulega ekki mikil áhrif á tennurnar þínar, en getur mögulega haft jákvæð áhrif á meltinguna.

Eina hættan sem virðist stafa af kolsýrðu vatni er eyðsla glerjungsins í tönnunum þínum. Þessi eyðsla er fremur lítil og ekki mikið meiri en af venjulegu vatni.

Ef þú nýtur þess að drekka kolsýrt vatn virðist ekki vera mikil ástæða til að hætta því.