Sykur er ekkert lítið vinsæll á meðal mannfólksins, en tæp 70% unnina matvara úti í búð innihalda viðbættan sykur. Í gamla daga var sykur stundum kallaður hvítt gull og var mjög mikils virði, því var það aðeins elítan sem neytti hans.

Hvaðan kemur sykur, hvenær var hann fundinn upp? Þessari spurningu hefur verið svarað nokkuð ítarlega á vísindavefnum.

Frásagnir Alexanders mikla frá árinu 327 f.kr eru elstu heimildir sem við höfum hingað til um framleiðslu sykurs. Þá segir hann frá ræktun sykurreyra í Indlandi. Sykurinn var soginn út úr sykureyrum á þessum tíma. Um það bil 600 árum seinna hafði framleiðsla sykurs þróast á Indlandi. Sykurrærnar voru soðnar og pressaðar til að ná sykrinum úr.

Sykur var fljótur að dreifast um heiminn. Frá Egyptalandi og Persíu barst hann til Spánar og Sikileyar. Nokkru seinna, eða árið 1492, flutti hinn frægi Kólumbus sykurreyr til Santa Domingo. Því víðar sem sykurinn dreifðist, því minna kostaði að framleiða hann og fljótlega hætti hann að vera munaðarvara. Þó sennilega ekki á Íslandi fyrr enn á síðustu öld.

Robert Marggraf, efnafræðingur, uppgötvaði árið 1747 að sykurrófur innihéldu sykur. Þá taldi hann að þær innihéldu ekki nægilega mikið magn af sykri til að það myndi borga sig að hefja sykurframleiðslu úr rófunum. Um 50 árum síðar tók herra Achard, nemandi Marggraf, við hugmyndinni með góðum árangri, en árið 1802 opnaði fyrsta sykurrófuverksmiðjan í Þýskalandi.

Til að framleiða sykur eru sykurreyrar skornir í búta, soðnir og pressaðir. Sykurrófur eru skornar, soðnar og vatnið látið gufa upp þannig að sykurinn liggi eftir. Hinsvegar þarf að vinna sykurinn meira því á þessu stigi er hann í formi hrásykurs.

Í dag er búið að finna upp það sem við köllum “gervisykur”. Það er sykurinn sem er í “sykurlausum” vörum eins og pepsi-max og flestum “diet” vörum. Aspartam, nutrasweet, canderel og sorbitol eru öll dæmi um gervisykur. Gervisykur er oft talinn vera skaðmeiri en venjulegur sykur.