Stjörnukokkurinn og raunveruleikaþáttastjarnan Gordon Ramsay sást í lok árs 2017 í broti úr þætti fara til Suður Ameríku að læra að búa til kókaín.

Í klippunni, sem er tæpar fjórar mínútur að lengd, sést kokkurinn labba langt inn í frumskóginn. Á endanum kemur hann að tjaldi. Þá fylgist hann með manni skera upp coca lauf með sláttuorfi, hella steypu yfir, og á endanum stappa á þeim. Kokkurinn segir þetta taka það að trampa á vínberjum upp á allt annað “helvítis” stig. “Þetta er eins og að toppa soufflé með flórsykri.”, bætir hann við þegar maðurinn stráir steypu yfir laufin.

Ramsay fór í þessa ferð til að varpa ljósi á öllum þeim viðbjóði sem fer í að framleiða eiturlyfið, en hann hefur mikið talað um kókaínneysluna í veitingageiranum. Þá sérstaklega eftir að hann missti vin sinn, David Dempsey, árið 2003 vegna kókaínneyslu.

Í öðru myndbandi sést Ramsay taka kókaínprufur af ýmsum hlutum á sínum eigin veitingastað. Þá fer hann milli klósetta og þurrkar yfir hlutina þar með sérstökum klút sem verður blár, komist hann í snertingu við kókaín. Ramsay þurrkaði af klósettum, hillum og vöskum, bæði á starfsmanna og gestasalernum. Niðurstaðan var sú að á þessum degi, sunnudegi, hafði kókaíns verið neytt á öllum salernum veitingastaðsins. Sagði hann svo í lok klippunnar að þetta væri allstaðar.

Bæði myndböndin eru úr þáttaröðinni “Gordon on Cocaine” en þar fer kokkurinn víða um heiminn og fylgist með lögreglu handsama dópsala. Í þáttaröðinni fer hann líka til Kólumbíu, stærsta kókaínframleiðanda heimsins.

Mikil umræða varð um stjörnukokkinn og sjónvarpspersónuna Nigella Lawson árið 2013. Þá hafði dómur greint frá því að hún hafði verið í daglegri neyslu kókaíns og annara lyfseðilsskyldra lyfja í yfir áratug.

Því miður eru nánast til endalaust af fleiri svona dæmum um að frægar persónur falli í hendur eiturlyfja. Ramsay og fleiri gætu gert mun með svona framtökum.