Veitingastaðurinn Spyce opnaði nýverið í Boston, Bandaríkjunum, en hann er fyrsti veitingastaðurinn í heiminum til að nota vélmenni við matargerð.

Enn sem komið er eru sjö réttir á matseðlinum. Fjórir þeirra eru nefndir eftir löndum; Tæland, Líbanon, Indland og Marokkó, en réttirnir svipa til matar sem þú myndir finna þar. Þú getur líka breytt máltíðunum eftir þínum þörfum; skipt út, bætt við, tekið frá og það er sent inn í kerfi vélmennisins sem lagar svo matinn eins og þú pantaðir hann.

Vélmennið er í stuttu máli samansett af sjö skálum og segulvirkum rafmagnshiturum. Skálarnar snúast í hringi þannig að maturinn eldist jafnt. fyrir ofan skálarnar er apparat sem nær í hráefni og hellir í skálarnar, svo er tæki sem rennir sér yfir skálarnar og sprautar sósu ofan í þær. Skálarnar eru forritaðar til þrífa og sótthreinsa sig sjálfar eftir hverja máltíð, svo þrífur starfsfólk reglulega alla parta sem meðhöndla mat.

Á matseðli Spyce finnur þú ekki nautakjöt. Þeir segja á vefsíðu sinni að það sé vegna þess að nautakjötsiðnaðurinn sé ekki sjálfbær, að Spyce geri sér grein fyrir því að ákvarðanir veitingastaðarins hafa áhrif á heiminn í kring um okkur.

Einu starfsmennirnir á Spyce eru garde mangerar, starfsmenn sem sjá aðeins um að skreyta matinn. Spyce segir útlit réttanna skipta máli og að garde mangerarnir séu til komnir vegna þess.

Markmið Spyce er að koma á markað góðan og hollan mat sem flestir hafa efni á, en hver skál kostar aðeins 7,5 bandaríkjadali þegar þetta er skrifað, eða rétt um 800 íslenskar krónur. Það er töluvert ódýrara en svipaðar máltíðir á öðrum stöðum þar í kring. Þetta getur Spyce vegna þess að það vinna svo fáir á veitingastaðnum.

Michelin kokkurinn Daniel Boulud kemur líka að veitingastaðnum, en hann þjálfar starfsfólkið og prufusmakkar alla rétti áður en þeir eru settir á matseðilinn.