Ben’s Chilli Bowl

Þessi staður er í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC. Máltíðin sem gerðistaðinn frægan er nautapylsa með heimagerðri chillisósu og laukur til hliðar. Á matseðlinum má líka finna hamborgara og þess háttar. Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, skellti sér út að borða á Ben’s Chilli Bowl rétt eftir að hann varð kjörinn forseti. Bill Cosby hefur verið fastagestur síðan á 7. áratug síðustu aldar. Þegar Martin Luther King var myrtur skapaðist mikil óreiða í Washington og allir staðir lokuðu, nema Ben’s.

Union Oyster House

Union Oyster House er í Boston og er gamall veitingastaður, en hann er sá elsti í Bandaríkjunum. John F Kennedy, einn frægasti forseti Bandaríkjanna sem var myrtur 1963, borðaði oft humarsúpu á efri hæð staðarins áður en hann var kjörinn forseti. Staðurinn varð frægur fyrir salmokur sínar sem eru bornar fram í mörgum formum. Sagan segir að tannstöngullinn hafi verið fundinn upp á þessum veitingastað.

Texas Roadhouse

Þetta er veitingakeðja með 473 staðsetningar víðsvegar um Bandaríkin. Gestir fá hnetuskál þegar þau setjast við borðið og eru hvattir til að henda skeljunum á gólfið, sannkölluð Texas upplifun. Staðurinn virðist hafa góðan og tryggan kúnnahóp, en hann er í fyrsta sæti yfir veitingakeðjur í Bandaríkjunum þegar kemur að gróða. Staðurinn býður upp á klassískan Texas mat eins og rif og steikur.

Canter’s

Canter’s er veitingastaður og bakarí staðsett í Los Angeles. Canter’s opnaði fyrst í gyðingahverfinu í Los Angeles árið 1931 en flutti yfir á núverandi staðsetningu í Fairfax árið 1953. Staðurinn er einn af fáum stöðum í Los Angeles sem er með opið alla nóttina og er þar af leiðandi vinsæll meðal kvikmyndaframleiðenda og rokkstjarna sem vinna frameftir. Canter’s býður upp á mat eins og beyglur með lax og þess háttar. Sama fjölskyldan, Canter, hefur rekið staðinn frá upphafi.

Cielito Lindo

Annar staður í Los Angeles. Þessi mexíkóski tacostaður frá 1934 þurfti að selja eitthvað annað en aðrir til að fá starfsleyfi og bjó þá til uppskrifina að sérstökum taquitos.