Egyptaland

Egyptaland er vinsæll áfangastaður vestrænna ferðamanna, en þar eru píramídarnir í Giza sem eru ein mesta ráðgáta sögunnar.

Fullt af góðum veitingastöðum eru í Cairó, höfuðborg Egyptalands.

Þessi staður er í fyrsta sæti á Trip Advisor yfir veitingastaði í Cairó. Staðurinn er í fínni klassanum og býður upp á Franska og mið-austurlenska rétti, eins og steikur, halal, og grænmetisrétti.

Fimm-stjörnu meðal-klassa veitingastaður, samkvæmt Trip Advisor. Þessi staður er mjög fallega innréttaður í egypskum stíl og býður upp á lebanskar og mið-austurlenskar mátíðir. Gott úrval af vegan og grænmetisréttum er einnig í boði á staðnum.

Lág-klassa veitingastaður með góð meðmæli á Trip Advisor. Staðurinn býður upp á fljótlegan, en góðan mið-austurlenskan mat.

Suður Afríka

Annar vinsæll áfangastaður vestrænna ferðamanna. Suður Afríka hefur síðan á 15. öld þurft að þola stanslaus hernám evrópskra ríkja, en landinu hefur oft verið skipt milli Portúgala, Hollendinga og Breta.

Í höfuðborg Suður Afríku, Höfðaborg, er slatti af fjölbreyttum veitingastöðum.

Þessi há-klassa veitingastaður er í öðru sæti á Trip Advisor yfir veitingastaði í Höfðaborg. Staðurinn er Evrópskur, en býður upp á allskyns rétti úr öllum heimsins hornum. Úrval vegan og glútenfrírra rétta eru einnig í boði á matseðlinum.

Mið-klassa veitingastaður sem leggur áherslu á sjávarrétti, en býður þó líka upp á steikur, súpur og þess háttar. Miller’s Thumb, eða Þumalputti Millers á íslensku, er innréttaður í litum suður afríska fánans.

Ódýr skyndibitastaður við höfnina sem mun örugglega veita þér staðbundna upplifun, en þar borða ekki bara ferðamenn. Fyrir utan staðinn er verönd með borðum og bekkjum svo þú getir notið matarins á meðan þú horfir út yfir suðræna sjóinn. Kalky’s býður upp á allskonar sjávarrétti eins og fisk & franskar, djúpsteiktar rækjur og samósa. Máltíðarnar eru stórar samkvæmt ummælum á Trip Advisor og þar fær staðurinn góð meðmæli.