Greint hefur verið frá opnun 11 nýrra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári.

Staðirnir eru Reykjavik Meat, Bastard Brew & Food Reykjavík, Krydd, Caruso, Gott, Nu Asian Fusion, Messinn, Blackbox Pizzeria, Wok on, Spánski, og Staff Kitchen & Bar.

Þessir staðir eru með fjölbreytta matseðla, en við ætlum aðeins að rýna inn í nokkra þeirra.

Reykjavík Meat

Þetta nýja steikhús opnaði í byrjun september mánaðar við Frakkastíg. Matseðillinn er nokkuð fjölbreytilegur en þar má sjá þorsk, humar, nautasteikur, lambasteikur og þrátt fyrir nafn staðarins er einn grænmetisréttur.

Bastard Brew & Food Reykjavík

Bjór og matur, það er fátt sem toppar það! Bastard Brew & Food opnaði í gamla húsnæði Vegamóta í byrjun maí mánaðar. Staðurinn bruggar nokkrar bjórtegundir en er einnig með bjór í boði frá öðrum aðilum. Staðurinn fullyrðir að bjórinn þar sé „geggjað góður“. Á matseðlinum eru góðir réttir, eins og grilluð flatbrauð, taco og meðlæti eins og grillaður camembert.

Blackbox Pizzeria

Þetta er erlend keðja sem er nú að opna í fyrsta skipti á Íslandi. Staðurinn er þekktur fyrir „öðruvísi pizzur“. Staðurinn opnaði í byrjun ársins við Borgartún.

Krydd veitingahús

Þetta veitingahús opnaði í byrjun maí í sama húsi og menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Staðurinn er nútímalega innréttaður í gráum og brúnum stíl, skreyttur með blómum og flottum málverkum. Staðurinn er annarsvegar með hádegismatseðil og hinsvegar kvöldmatseðil. Meðal þess sem þú finnur á matseðlunum eru hamborgarar, humarréttir, steikur, fiskur, kjúklingur og einnig nokkrir vegan-réttir. Flottur vínseðill er líka á staðnum.

Spánski

Nýr spænskur vínkjallari-tapas og kaffibar við Ingólfsstræti. Þessi staður býður upp á léttar, spænskar máltíðir ásamt áfengum drykkjum.

Umræða hefur myndast um fjölgun veitingastaða undanfarið, en afleiðingar þess eru færri viðskiptir fyrir eldri staðina. Yfir fimm staðir í miðbænum hafa lagt niður starfsemi á árinu sem telst nokkuð mikið. Á sama tíma hafa yfir 10 nýjir staðir opnað á Höfuðborgarsvæðinu í ár.